Hvað er
markþjálfun?
Markþjálfun er skilgreind með eftirfarandi hætti:
Markþjálfun er leið til að laða fram það besta í fólki. Henni er hægt að beita á ýmsa vegu bæði tengt vinnu og einkalífi. "Executive coaching" hefur verið nefnd stjórnendaþjálfun eða stjórnendamarkþjálfun á íslensku og miðar sérstaklega að því að bæta árangur stjórnenda. Í "life coaching" eða markþjálfun er fremur unnið með viðfangsefni tengd einkalífinu.
Markþjálfun gefur fólki tækifæri á að skoða sjálft sig, störf sín og hegðun í fullum trúnaði með annarri manneskju sem til þess hefur hlotið sérstaka þjálfun. Það er þroskandi, lærdómsríkt og skemmtilegt.
Markþjálfun getur hjálpað einstaklingi að ná betri árangri í lífi og starfi og getur bætt almennt samskipti hvort sem er í vinnu eða einkalífi og aðstoðað einstaklinga við að ná markmiðum og aukið lífshamingju.
Markþjálfun er fyrir þá sem vilja horfast í augu við sjálfa sig, hvort sem það er til að bæta það sem þarf að bæta, velta upp nýjum möguleikum, fá stuðning í erfiðum ákvörðunum eða einfaldlega að gefa sjálfum sér klapp á bakið fyrir það sem vel er gert.
Með markþjálfun fá einstaklingar stuðning frá markþjálfa sem hefur þjálfað sig í að hjálpa öðrum að finna sínar eigin lausnir.
Markþjálfinn hefur ekki önnur markmið en þau að hjálpa viðskiptavini sínum og vinnur í fullum trúnaði.
„Breytingar munu ekki eiga sér stað ef við erum alltaf að bíða eftir einhverjum öðrum eða eftir að rétti tíminn komi.
Við erum þau sem við höfum verið að bíða eftir. Við erum breytingarnar sem við leitumst eftir".
Okkar þjónusta
Einstaklingar
Fjarmarkþjálfun
Fundur fer fram í gegnum Zoom og gerir því þeim kleift að nýta þjónustuna sem búsettir eru annarsstaðar en á höfuðborgarsvæðinu.
Fyrirlestrar og námskeið
Einblínt er á uppbyggingu á sjálfstrausti, styrkleikum hvers og eins, gildum og markmiðasetningu.
Hvernig nær hópur eða teymi. samansett af mismunandi leikmönnum, að stilla sig saman og vinna að sama markmiði?
Teymi og hópar
Tilvalið fyrir íþróttalið og vinnustaði.
Stjórnendamarkþjálfun
Það er jafn mikilvægt fyrir stjórnanda að hafa markþjálfa og fyrir íþróttamann að hafa þjálfara. Stjórnendamarkþjálfun er mjög áhrifarík og framsækin þjálfunaraðferð, með áherslu á sérþarfir stjórnandans. Hún eykur afköst, vöxt og þroska þess stjórnanda sem fær þjálfun. Árangurinn er mælanlegur.
NBI Huggreining
Ástæðan fyrir því að þú ættir að fjárfesta í því að taka svona greiningu er að þú lærir mjög vel á sjálfan þig. Hugsniðiðveitir okkur innsýn í huga hvers og eins er varla til sá vettvangur þar sem ekki er hægt að nota það til að efla skilning á hneigðum allra þeirra sem taka NBI-greiningu.
NBI hugsniðið sýnir:
- hvernig þú tjáir þig
- hvernig þú kemur fram við aðra
- hvernig þú stundar viðskipti
- hvernig þú lærir
- hvernig þú kennir
- hversu ánægð(ur) þú værir í tilteknu starfi
- hvernig þú leysir vandamál
- hvernig þú tekur ákvarðanir o.s.frv.