Um mig

Agnes

Barkardóttir

Ástríða mín felst í því að hjálpa fólki að komast á sinn besta stað og ná markmiðum sínum.
Ég brenni fyrir því að hjálpa fólki að gera enn betur í lífinu, sigrast á óttanum og taka þau skref sem þarf að taka, til að ná settum markmiðum.
Ég hef mikla trú á því að fólk búi sjálft yfir því sem það þarf til að komast á sinn besta áfangastað í lífinu.
Ég er áskorandi og hvetjandi. Einlæg og heiðarleg. 
Ég skora á fólk að vera meira það sjálft og hvet það til að finna sinn innri frið. Ég efli það í sjálfstrausti sínu svo það skili sér betur í krafti þeirra í daglegu lífi og á vinnustað.
Ég legg mikið upp úr markmiðasetningu og hvet mína skjólstæðinga til þess að setja sér markmið og fara á eftir þeim. Ég hvet fólkið mitt áfram í rétta átt.

Ég er lærður Markþjálfi frá Profectus, hef lokið framhaldsnámi "The Next Level" og er meðlimur í ICF (International coaching federation).
Ég er með BSc gráðu í Innovation & Business verkfræði frá SDU (Danmörku) og með MS í forustu og stjórnun frá Bifröst, þar sem ég einblíndi á Þjónandi forustu.
Ég er með diplóma í Mannauðsstjórnun og Verkefnastjórnun frá NTV. Einnig lærður leiðsögumaður frá Ferðamálaskóla Íslands.

Ég hef mikla reynslu úr námi, starfi og lífinu sjálfu.
Svo sem; Stjórnun, leiðtogahæfni, skipulag, úrbótavinna, innleiðingar á stefnum og gæðavottunum.
Einnig hef ég þónokkra reynslu af því hvernig er best að takast á við andlegar og líkamlegar áskoranir, mikla streitu og áföll.

Alla þessa reynslu mun ég nýta til að hjálpa þér.

Hafa samband
ab-logo-svart.png

Markþjálfun fyrir þig

Markþjálfun getur hjálpað einstaklingi að ná betri árangri í lífi og starfi, bætt samskipti, aðstoðað einstaklinga við að ná markmiðum og aukið lífshamingju.
Hafa samband
Sími: 845 5230
221 Hafnarfjörður
agnes@agnesbarkar.is

Flýtileiðir