Í dag er ég svo ánægð með mig, ég er stolt af sjálfri mér, ég er stolt af útkomunni og ég er stolt af viðbrögðunum.
Ég hef oft og mikið talað um mikilvægi þess að elta drauma sína, framkvæma það sem þarf að gera til að þeir rætist. Það þarf að búa yfir hugrekki til þess að stíga inn í óttann sinn og framkvæma það sem manni langar til!
Það gerði ég og núna er ég ein þakklát, stolt og glöð kona.
Í janúar á þessu herrans ári 2020 fékk ég hugmynd.
Þá gerði ég ekkert í því, mér fannst ég ekki geta gert neitt í því að gera þessa hugmynd að veruleika. Ég talaði við sjálfa mig um þetta, sem mér þótti svo góð hugmynd.
Hugurinn minn var ekki alveg sammála mér, hann spurði mig oft?
- Hvers vegna ætti ég að geta gert eitthvað svona?
- Ef þú gerir svona verkefn, hvernig ættir þú að geta selt það?
- Þetta kostar svo mikið, þetta á aldrei eftir að borga sig!
Á þessum tíma var hugurinn minn, minn stærsti ótti og minn eigin óvinur. Hann dró úr öllu sem mig langaði að gera svo ég gerði ekkert.
Í gegnum alla næstu mánuði var þessu hugmynd alltaf í huga mínum og ég reyndi eins og ég gat að bæja henni burt – en nei, hún fór ekki.
Eftir nokkra góða mánuði af sjálfsuppbyggingu, auknu sjálfstrausti, trú á sjálfri mér og markþjálfun, tók ég ákvörðun.
ÉG ÆTLA AÐ FRAMKVÆMA!
Og ég gerði það!
Viðbrögðin eru ótrúleg og fara fram úr öllum mínum björtustu vonum.
Ég hannaði, með aðstoð grafísks hönnuðar, 4 mismunandi kortastokka.
Þessir fallegu stokkar hafa það að markmiði að aðstoða þig við að fara inn í hvern dag, eins mögulega jákvæð/ur og þú getur.
Spurningar sem ég spurði mig við hönnunina eru m.a.
- Þekkir þú kosti þína og getu?
- Lifir þú samkvæmt eigin sannfæringu?
- Hvernig getur þessi stokkur aðstoðað við svörin sem þú leitar að?
Hvernig notar þú hann?
Þú spyrð þig:
- “Hvernig líður mér í dag?”
- “Hvaða styrkleika ætla ég að taka með mér og nota í dag?”
- “Þekki ég gildin mín og lifi ég eftir þeim?”
- Við hverja spurningu finnur þú það kort sem passar best við þín svör.
Svo dregur þú eitt (eða fleiri) hvatningarorð, sem þú tekur með þér út í daginn.
Eins og ég sagði þá eru fjórar mismunandi týpur af kortum. Hver stokkur inniheldur 85 -110 stk af kortum, með mismunandi orðum og hvatningu. Stokkarnir eru prentaðir í hágæða prenti, glansandi og einstaklega falleg hönnun.
Mjög veglegir stokkar.
- Styrkleikar
o Innheldur styrkleika orð, ásamt útskýringu á því
- Gildi
o Inniheldur lífsgildi, ásamt útskýringu
- Tilfinning
o Inniheldur tilfinningaorð með útskýringunni „Ég finn fyrir“
- Hvatning
o Er stærsti stokkurinn og inniheldur u.þ.b 110 hvatningasetningar
Þessir kortastokkar henta mjög vel fyrir alla!
Unglinga, mömmur, pabba, frænkur, frændur, dætur, syni – hvern sem er.
Stokkarnir eru tilvaldir í jólapakkann hvort sem aðal - eða aukagjöf.
Persónuleg, falleg, hugulsöm og nytsamleg gjöf.
Kortin rjúka út eins og heitar lummur svo tryggðu þér og/eða þínum stokk eða stokka.
Kynningar verð: 4500kr stokkurinn.
Frí heimsending og keyrt heim á höfuðborgarsvæðinu.
Pantanir í skilaboðum á samfélagsmiðlunum mínum eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
- Takk kærlega fyrir frábær viðbrögð! Takk fyrir að kaupa stokkana mína og sýna mér að það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi
.......þar til næst <3